Við tókum viðtal við Aðalheiði Jónsdóttur en hún þekkir ættleiðingarferli mjög vel enda hefur hún ættleitt tvö börn.
1.afhverju ákvaðst þú að ættleiða barn?
Við ákváðum að ættleiða barn eftir að við komumst að því að við gátum ekki átt okkar líffræðilegu börn.
2.hvað kostaði ættleiðingaferlið?
Í okkar tilfelli var kostnaðurinn um 3 – 3 ½ milljón fyrir hvort ferli fyrir sig. Inn í þessu er allur ferðakostnaður. Ferðalagið til Kólumbíu var mjög dýrt þar sem við þurftum að vera 6 vikur úti.
3.hver var erfiðasti parturinn við ættleiðingaferlið?
Biðin eftir barninu er mjög erfiður tími. Svo fannst okkur mjög sárt þegar við þurftum að hætta við að ættleiða stúlku frá Kína þar sem kom í ljós að hún var mjög fötluð.
4.getur þú sagt okkur aðeins frá ferlinu frá upphafi til enda og komu upp einhver vandamál?
Það er frekar erfitt að lýsa öllu ferlinu og eru þau mismunandi eftir því frá hvaða landi maður ættleiðir.
Ég held að það sé best að þið kíkið á heimasíðu ÍÆ og reynslusöguna sem ég var beðin um að skrifa fyrir ÍÆ.
http://www.isadopt.is/is/fyrstu-skrefin/forsamthykki
http://www.isadopt.is/is/felagid/hamingjan-er-her/reynslusogur/reynslusaga
Ég myndi segja að það hafi ekki verið nein alvarleg vandmál sem komu upp. Við lentum í allskonar hindrunum, en sem betur leystist allt saman.
5. Hvernig var tilfinningin að fá barnið loks í hendurnar?
Að fá barnið í hendurnar er ólýsanleg tilfinning og eiginlega bara ekki hægt að lýsa hennI. Fyrst og fremst hamingja, gleði og þakklæti.
6. Myndir þú ættleiða annað barn?
Nei, við erum orðinn of gömul. Við erum svo ótrúlega sátt með að eiga þessi tvö
