top of page

VIÐTAL VIÐ MÓÐIR

 

Við fengum að taka viðtal við konu sem hefur ættleitt barn í sambandi við rannsóknarspurninguna okkar sem er Hvernig er upplifun kjörforeldra á ferlinu sem fylgir ættleiðingu. Hún og maðurinn hennar ákváðu að ættleiða barn vegna þess að þau misstu barn í fæðingu árið 2000 vegna þess að leg konunnar sprakk og hún gat ekki eignast annað barn eftir það svo lausnin var að ættleiða. Það var þegar það var nýbyrjað að ættleiða frá Kína og það gekk mjög fljótt eða um það bil 9 mánaða bið líkt og meðganga og þeim fannst það svo spennandi. Það var ýmislegt sem þurfti að gera til þess að undirbúa komu barnsins, það þurfti að gera allskyns skýrslur láta taka út heimilið þeirra og þau sjálf og þegar öllu þessu var lokið var biðtíminn kominn upp í þrjú ár þannig að þau fóru út að sækja stúlkuna sína árið 2007 en þá var hún eins og hálfs árs. Nokkrum sinnum á ferlinu fengu þau sendar myndir af stúlkunni. Ferlið kostaði um eina milljón en þau fengu líka styrki. Þau voru stödd í Kína í tvær vikur vegna þess að Kínverjarnir vildu að þau myndu kynnast menningu þjóðarinnar. Henni fannst heldur ópersónulegt hvernig athöfnin var þegar þau fengu að hitta stúlkuna sína fyrst þar sem þau voru bara kölluð inn í herbergi, fengu stúlkuna í hendurnar sem hágrét og fannst erfitt að sjá hvað litla stúlkan var óörugg og vildi helst ekki koma nálægt sér, mögulega vegna þess að litla stúlkan var ekki tilbúin í að samþykkja nýja móður.Þrátt fyrir það hvað athöfnin þar sem þau fengu barnið hafi verið erfið var þetta það sem þau höfðu beðið eftir og ekki annað hægt en að vera hamingjusamur og þakklátur. Eftir að þau fengu barnið í hendurnar eyddu þau viku í viðbót í Kína. Þegar þau komu heim gekk vel fyrir utan það hvað litla stúlkan svaf illa. Hjónin fóru með stelpuna sína til Kína fyrir stuttu til þess að kynna hana fyrir heimaslóðum sínum sem henni fannst gaman en hún lýtur auðvitað bara á sig sem Íslending og er í rauninni lítið að pæla í Kína og pirraði sig oft á því hvernig kínverjarnir létu á meðan á dvöl þeirra í Kína stóð. Þegar fjölskyldan var í Kína hittu þau fyrir tilviljun fósturfjölskylduna sem hugsaði um stelpuna fyrsta eina og hálfa árið í lífi hennar, það var erfitt fyrir stúlkuna þar sem fósturmóðirin var svo æst og setti stelpuna algjörlega í baklás. En þeim fannst mjög dýrmætt að fá að hitta fósturfjölskylduna því þau vissu í rauninni ekkert um fyrsta eins og hálfa árið í lífi hennar áður en þau fengu hana í sína umsjá. Við spurðum konuna hvort hún myndi ættleiða annað barn sem hún svaraði neitandi vegna aldurs. Ættleiðingarferlið var nokkuð erfið reynsla fyrir hana en algjörlega þess virði þegar upp er staðið.

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Google+ Icon
  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page