top of page

Eftir að hafa heyrt sögu kjörmæðra ættleiddra barna erum við mun vísari um þetta málefni sem við höfum kannað seinustu vikur . 

Við vitum að ættleiðingarferli er enginn dans á rósum þar sem það kostar gríðarlegan pening að fara þessa leið til að eignast barn, biðtíminn er ótrúlega langur og alls ekki auðveldur fyrir foreldra sem eru auðvitað gríðarlega spenntir að fá að komast í kynni við nýjasta fjölskyldumeðliminn, ferðalagið er langt og menningin öðruvísi sem gerir sumt við heimsóknina þar svolítið ólíkt því sem maður hefði ímyndað sér .

Reynslan á ferlinu er misgóð og það geta komið upp mörg vandamál en hjá viðmælendum okkar voru þau aldrei það stór að ekki var hægt að leysa eða sætta sig við þau. 

Við höfum komist að því að ættleiðing er yndisleg og dýrmæt upplifun fyrir alla sem ganga i gegn um þetta ferli en getur verið erfitt og tekið á tilfinningalega. 

​Útreikningar okkar segja okkur að ættleiðing sé 100% þess virði. 

1

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Google+ Icon
  • Black YouTube Icon
  • Black Pinterest Icon
  • Black Instagram Icon
bottom of page